Lífið

Friends-leikarinn Mike Hagerty látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hagerty fór oftast með gamanhlutverk.
Hagerty fór oftast með gamanhlutverk. Getty/WireImage/Rebecca Sapp

Leikarinn Mike Hagerty, sem var eftir vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn. Hann var 67 ára.

Hagerty lék síðast í þáttunum Somebody, Somewhere. Það var meðleikkona hans í þáttunum, Bridget Everett, sem greindi frá andláti leikarans en hún lék dóttur hans.

„Ég varð ástfangin af Mike um leið og ég hitti hann,“ sagði Everett á Instagram. „Hann var svo sérstakur. Hlýr, fyndinn, hitti aldrei ókunnuga. Við erum miður okkar að hann sé farinn.“

Hagerty fór oftast með gamanhlutverk og birtist meðal annars í Seinfeld og Brooklyn Nine-Nine en einnig ER og Deadwood.

Fjöldi leikara og annarra í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum hafa minnst Hagerty á samfélagsmiðlum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.