Lífið samstarf

Fersk kornhænuegg í morgunsalatið

Nathan & Olsen
Kornhænuegg eru skemmtileg í matargerð og koma fallega út spæld eða soðin ofan á snittur og í salat.
Kornhænuegg eru skemmtileg í matargerð og koma fallega út spæld eða soðin ofan á snittur og í salat.

Danskir dagar standa nú yfir í Hagkaup og þar fæst allskonar spennandi góðgæti, meðal annars lífræn hænuegg frá DAVA og kornhænuegg. Kornhænueggin eru afar smá en þykja sérstakt lostæti í mörgum landa Evrópu, í Asíu og Norður Ameríku og eru notuð bæði í Gourmet-rétti og götubita.

Hvernig á að nota kornhænuegg? 

Kornhænuegg má hantera eins og venjuleg hænuegg og sjóða þau, spæla eða hleypa. Þegar kornhænuegg eru soðin þarf að hafa smæð þeirra í huga en einungis tekur tvær mínútur að linsjóða kornhænuegg og fjórar mínútur að harðsjóða þau. Kornhænuegg eru skemmtileg í matargerð og koma fallega út spæld eða soðin ofan á snittur og í salat. Það er líka vinsælt að bjóða upp á soðin kornhænuegg í standandi veislum þar sem þau eru þægilegur fingramatur og mild og góð á bragðið.

Lífræn hænuegg

Lífrænu eggin frá DAVA eru hefðbundin hænuegg og koma frá lífrænum býlum þar sem hænurnar ganga frjálsar um úti og inni. Passað er upp á að hænurnar hafi nóg pláss úti, minnst 4 fermetra á hverja hænu, og stór hluti útisvæðisins er þakinn gróðri sem veitir bæði skjól og skugga. Í húsunum eru ekki fleiri en 6 hænur á hvern fermetra og hafa allar hænurnar aðgang að hreiðurkörfum. Gólfið er þakið hálmi, sagi, sandi og mó. Dagsljós berst inn í hænsnahúsið og þær eru fóðraðar á lífrænu fóðri. Reglulegt eftirlit er haft með öllum lífrænum hænsnabúum og passað upp á meðferð dýranna.

Danskir daga standa yfir í verslunum Hagkaups og þeim lýkur á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×