Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 21:33 Maðurinn þarf að greiða milljónirnar 125 innan fjögurra vikna ella fara í árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira