Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 21:33 Maðurinn þarf að greiða milljónirnar 125 innan fjögurra vikna ella fara í árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent