„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 13:36 Garðar segir á Twitter að söngkonan Skin hafi verið uppáhaldssöngkonan hans í tuttugu ár. Vísir/Getty Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira
Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira