Innlent

Fær nafnið Fjallkonan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrð
Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrð Vísir/Tryggvi

Nýja stólalyfan í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur fengið nafnið Fjallkonan. Frítt verður á skíðasvæðið á morgun, laugardag, í tilefni þess.

Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar en lyftan var tekin í notkun í fyrsta sinn í febrúar og hefur verið í notkun síðan.

„Nafnið er þannig til komið að lyftan liggur upp á hæð sem kölluð hefur verið Fjallkonuhæð og að baki hennar er Fjallkonuskál undir Hlíðarfjallsbrúninni,“ segir á vef bæjarins.

„Að auki er fjallkonan tákn Íslands og íslenskrar náttúru og nýja lyftan gerir gestum kleift að njóta útsýnis og fegurðar hennar en á björtum dögum er mjög víðsýnt úr fjallinu og auðveldlega má sjá til Herðubreiðar í austri,“ segir enn fremur.

Í tilefni tímamótanna og nýja nafnsins verður frítt í Hlíðarfjall á milli klukkan 13 og 16 á morgun. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur á Skaflinum við Skíðastaði milli klukkan 13 og 14 á meðan birgðir endast.

Fjölmennt er í fjallinu þessa dagana þar sem Andrésarleikarnir standa nú yfir í fjallinu þar sem skíðagarpar á öllum aldri keppa í hinum ýmsu skíðagreinum.


Tengdar fréttir

Stríddi lyftu­vörðum á ögur­stundu áður en hún ferjaði far­þega í fyrsta skipti

Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×