Bjössi Thor er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2022 20:09 Bjössi Thor er hér með Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, formanni menningar- og ferðamálanefndar, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni bæjarráðs, og Þóreyju Önnu Matthíasdóttur, varaformanni menningar- og ferðamálanefndar. Hulda Margrét Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti djasstónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hann fær 1,5 milljónir króna í viðurkenningarskyni. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfirði að Björn hafi á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Jafnframt sé um að ræða einn atkvæðamesta djasstónlistarmann landsins. Björn byrjaði að læra á gítar ellefu ára og lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Eftir það fór hann í nám við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982. Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis. Meðal annars hefur Björn samið og útsett tónlist fyrir tríóið Guitar Islancio sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar útsetningar á þjóðlögum. Komið víða fram Björn hefur spilað tónlist sína víða og meðal annars komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi og víða á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningu. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á ferlinum. Árið 2003 var hann útnefndur Jazztónlistarmaður ársins, fyrstur íslenskra gítarleikara, Jazztónskáld ársins árið 2005, og 2011 fékk hann viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og hlaut gullmerki Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til djasstónlistar. Um 40 ár eru liðin frá því að fyrsta sólóplatan hans „Svif“ kom út. Glætt Hafnarfjörð lífi „Vorið og listin eiga ýmislegt sameiginlegt; meðal annars bjartsýni, grósku og kraft. Björn Thoroddsen er vor okkar Hafnfirðinga að þessu sinni; fullur af bjartsýni, grósku og krafti og hefur verið í marga áratugi. Björn hefur skilað sér aftur heim á æskuslóðirnar í hjarta Hafnarfjarðar og mun halda áfram að glæða menningarandann hér í Hafnarfirði lífi, tónum og töfrum. Björn er vítamínsprauta og unga fólkinu okkar mikil fyrirmynd bæði í orði og tónum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um valið á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2022. Björn er uppalinn í Hafnarfirði og bauð bæjarbúum heim á tónleika í garðinum í suðurbænum á Björtum dögum sumarið 2021 og mun endurtaka leikinn í sumar. Tónlistarhátíðin Guitarama sem Björn hefur skipulagt um 15 ára skeið hefur verið haldin í Hafnarfirði undanfarin ár en um er að ræða alþjóðlega tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki. Guitarama hefur farið víða og borið nöfn borga sem hátíðin hefur verið haldin, þar á meðal Winnipeg, Bergen, Reykjavík, Chicago, Denver og Edmonton en nú er hátíðin komin aftur í Hafnarfjörð. Eftirfarandi hafa hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 - Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hafnarfjörður Tónlist Menning Tengdar fréttir Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfirði að Björn hafi á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Jafnframt sé um að ræða einn atkvæðamesta djasstónlistarmann landsins. Björn byrjaði að læra á gítar ellefu ára og lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Eftir það fór hann í nám við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982. Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis. Meðal annars hefur Björn samið og útsett tónlist fyrir tríóið Guitar Islancio sem hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar útsetningar á þjóðlögum. Komið víða fram Björn hefur spilað tónlist sína víða og meðal annars komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi og víða á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningu. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á ferlinum. Árið 2003 var hann útnefndur Jazztónlistarmaður ársins, fyrstur íslenskra gítarleikara, Jazztónskáld ársins árið 2005, og 2011 fékk hann viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og hlaut gullmerki Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til djasstónlistar. Um 40 ár eru liðin frá því að fyrsta sólóplatan hans „Svif“ kom út. Glætt Hafnarfjörð lífi „Vorið og listin eiga ýmislegt sameiginlegt; meðal annars bjartsýni, grósku og kraft. Björn Thoroddsen er vor okkar Hafnfirðinga að þessu sinni; fullur af bjartsýni, grósku og krafti og hefur verið í marga áratugi. Björn hefur skilað sér aftur heim á æskuslóðirnar í hjarta Hafnarfjarðar og mun halda áfram að glæða menningarandann hér í Hafnarfirði lífi, tónum og töfrum. Björn er vítamínsprauta og unga fólkinu okkar mikil fyrirmynd bæði í orði og tónum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um valið á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2022. Björn er uppalinn í Hafnarfirði og bauð bæjarbúum heim á tónleika í garðinum í suðurbænum á Björtum dögum sumarið 2021 og mun endurtaka leikinn í sumar. Tónlistarhátíðin Guitarama sem Björn hefur skipulagt um 15 ára skeið hefur verið haldin í Hafnarfirði undanfarin ár en um er að ræða alþjóðlega tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki. Guitarama hefur farið víða og borið nöfn borga sem hátíðin hefur verið haldin, þar á meðal Winnipeg, Bergen, Reykjavík, Chicago, Denver og Edmonton en nú er hátíðin komin aftur í Hafnarfjörð. Eftirfarandi hafa hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 - Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni.
Hafnarfjörður Tónlist Menning Tengdar fréttir Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. 21. apríl 2021 20:51