Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 12:00 Guðni Th., forseti Íslands, fyrir miðju, á landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. „Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
„Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira