Lífið

„Þessir ungu menn og þessar ungu konur sem leika í þessari mynd eru stórkostleg“

Snorri Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Það var líf og fjör í Háskólabíó í kvöld. 
Það var líf og fjör í Háskólabíó í kvöld. 

Sérstök hátíðarforsýning var á Berdreymi nýrri íslenskri stórmynd í kvöld. Eftirvænting var í loftinu í Háskólabíói þegar myndin var sýnd.

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri myndarinnar gerði myndina Hjartastein sem kom út árið 2016 en hann hlaut mikið lof fyrir hana.

„Þetta er mjög ólík mynd. Núna er þetta um hóp af strákum sem að nota ofbeldi til að verja sig og innblásin frá tímanum mínum í Árbænum og þeir taka inn strák sem er lagður í rosalega mikið einelti og þetta er um hvernig dýnamíkin í hópnum breytist með þessum nýja strák og svo kemur svona þema sem er innsæi inn í þetta,“segir Guðmundur Arnar.

Ólafur Darri Ólafsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni en Ólafur leikur faðir eins af drengjunum. Persóna hans á sér dekkri hliðar en margar af þeim Ólafur hefur hingað til leikið.

„Ekki frábær í barnauppbeldi og ekkert frábær gaur og þetta svona líka mynd hvað svona foreldrar geta haft svona mikil eða lítil áhrif á börnin sín,“ segir Ólafur Darri. Hann segir ungu leikarana í myndinni fara á kostum.

„Þessir ungu menn og þessar ungu konur sem leika í þessari mynd eru stórkostleg“

Aníta Briem leikur líka foreldri í myndinni og hún tekur í sama streng og Ólafur og segir það hafa verið frábæra reynslu að vinna með ungu leikurunum.

„Ég hef aldrei hitt ungt fólk sem er svona ótrúlega einlægt og kurteist og einhvern veginn heilsteypt fólk þannig það gefur mér bara ofboðslega mikla von um framtíðina.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×