Lífið

„Ég var að drekka til að láta eins og mér liði ógeðslega vel“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sólborg Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum.
Sólborg Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum. Á rúntínum

„Þetta var að taka of mikinn tíma af lífinu mínu,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir, Suncity, um ákvörðunina að hætta að drekka áfengi fyrir fimm árum síðan.

„Ég var að drekka á tímabili sem mér leið ekki vel. Að drekka ofan í það er ekkert rosalega góð hugmynd. Ég var að drekka til að láta eins og mér liði ógeðslega vel og hefði það ógeðslega gaman.“

Söngkonan, leikkonan, bókahöfundurinn, baráttukonan og þáttastjórnandinn er gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Þar ræddi hún meðal annars um áfengislausa lífsstílinn.

„Ég átti alveg nokkur kvöld þar sem ég gekk allt of langt og drakk of mikið.“

Sólborg segir að áfengið sé vinsæl skyndilausn. 

„Það að ég var að leita í þetta til að vera ekki að díla við sjálfa mig og mína líðan, það er vandamál út af fyrir sig.“

Hún ætlaði fyrst að hætta að drekka í stuttan tíma, en fann fljótt að áfengislaus lífsstíll hentaði henni betur.

„Lífið mitt er bara betra án þess.“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í viðtalinu ræðir Sólborg meðal annars um Fávitar bækurnar, ofbeldi, MeToo, samfélagsmiðla, forvarnir, tónlistina, leiklist og margt fleira. 


Tengdar fréttir

Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr

„Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 

„Það má allt í þessum þætti“

Tónlistar- og þáttagerðarmaðurinn Bjarni Freyr Pétursson fer í næstu viku af stað með aðra þáttaröð af Á rúntinum. Að þessu sinni verða gestirnir úr ýmsum áttum en þeir eiga það sameiginlegt að tengjast listum og menningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.