Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 22:54 Ljósmyndarinn nær að grípa örlagaríkt andartak í samtíma stjórnmálasögu, þegar starfsmenn BÍ vildu bregða á leik með Sigurði Inga sem sá sitt óvænna og vildi minna en ekkert af þessu glensi vita. Og mælti fram orð sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10