Vakna alltaf miður mín Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2022 10:30 Tyrfingur er 35 ára leikskáld sem hefur afrekað mikið þrátt fyrir ungan aldur. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. Hann býr í Amsterdam og segist elska rólega lífið þar en er staddur á Íslandi um þessar mundir og við náðum honum í morgunkaffi nú á dögunum en hann vaknar snemma, grípur daginn og fær sér einn góðan kaffi. „Það er svolítið að færast í aukanna að ég vakna klukkan sex á morgnanna og þá er maður líka kominn á koddann ansi snemma,“ segir Tyrfingur við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrja á því að fá mér kaffi og ég vakna alltaf miður mín og hugsa, nei mér lýst ekkert á þetta. Fyrsti klukkutíminn fer í það að ég tala mig inn á það að byrja á einum kaffi og svo bara tökum við stöðuna og ég þarf að semja við sjálfan mig í alveg góðan klukkutíma og svo hægt og rólega fer ég í gang,“ segir Tyrfingur sem frumsýndi verkið Sjö ævintýri um skömm á dögunum. Farin af hjörunum „Við ferðumst inn í höfuðið að Öglu sem er lögreglukona sem er í rauninni algjörlega farin af hjörunum. Agla á mjög skrautlega fjölskyldu sem til að mynda var á fullu að taka þátt í Lúkasarmálinu og Kanamellum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Tyrfingur en þegar hann talar um Kanamellu þá er það í raun tilvísun í ömmu hans sem er fallin frá. En sú kona talaði alltaf um sjálfan sig sem Kanamellu og útskýrir Tyrfingur þá sögu vel í innslaginu. Hann segir að verkið sé byggt á sannsögulegum sögum og viðtölum við fólk. „Þegar kemur að leikverkum þá finnst mér þetta eini staðurinn sem ég nýtist almennilega. Ég er svona allt í lagi sonur, ágætur frændi, meðal maki og jafnvel aðeins fyrir neðan og kannski meðal þegn. Þarna næ ég að gera eitthvað vel og því verð ég að reyna halda því áfram.“ Tyrfingur segir frá næsta verki. „Ég er að vinna að verki fyrir Þjóðleikhúsið sem er mjög spennandi ég og ætla búa til úr svona þremur mismunandi heimilum og þú gengur til að mynda bara beint inn í svefnherbergi fólks, mjög innilegt og skemmtilegt verk. Svo er ég að vinna í verki sem heitir kvöldstund með Heiðari Snyrti. Við erum miklir vinir og ég hef farið í litgreiningu hjá honum og ég er vor,“ segir Tyrfingur að lokum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Leikhús Menning Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Hann býr í Amsterdam og segist elska rólega lífið þar en er staddur á Íslandi um þessar mundir og við náðum honum í morgunkaffi nú á dögunum en hann vaknar snemma, grípur daginn og fær sér einn góðan kaffi. „Það er svolítið að færast í aukanna að ég vakna klukkan sex á morgnanna og þá er maður líka kominn á koddann ansi snemma,“ segir Tyrfingur við Evu Laufey í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrja á því að fá mér kaffi og ég vakna alltaf miður mín og hugsa, nei mér lýst ekkert á þetta. Fyrsti klukkutíminn fer í það að ég tala mig inn á það að byrja á einum kaffi og svo bara tökum við stöðuna og ég þarf að semja við sjálfan mig í alveg góðan klukkutíma og svo hægt og rólega fer ég í gang,“ segir Tyrfingur sem frumsýndi verkið Sjö ævintýri um skömm á dögunum. Farin af hjörunum „Við ferðumst inn í höfuðið að Öglu sem er lögreglukona sem er í rauninni algjörlega farin af hjörunum. Agla á mjög skrautlega fjölskyldu sem til að mynda var á fullu að taka þátt í Lúkasarmálinu og Kanamellum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Tyrfingur en þegar hann talar um Kanamellu þá er það í raun tilvísun í ömmu hans sem er fallin frá. En sú kona talaði alltaf um sjálfan sig sem Kanamellu og útskýrir Tyrfingur þá sögu vel í innslaginu. Hann segir að verkið sé byggt á sannsögulegum sögum og viðtölum við fólk. „Þegar kemur að leikverkum þá finnst mér þetta eini staðurinn sem ég nýtist almennilega. Ég er svona allt í lagi sonur, ágætur frændi, meðal maki og jafnvel aðeins fyrir neðan og kannski meðal þegn. Þarna næ ég að gera eitthvað vel og því verð ég að reyna halda því áfram.“ Tyrfingur segir frá næsta verki. „Ég er að vinna að verki fyrir Þjóðleikhúsið sem er mjög spennandi ég og ætla búa til úr svona þremur mismunandi heimilum og þú gengur til að mynda bara beint inn í svefnherbergi fólks, mjög innilegt og skemmtilegt verk. Svo er ég að vinna í verki sem heitir kvöldstund með Heiðari Snyrti. Við erum miklir vinir og ég hef farið í litgreiningu hjá honum og ég er vor,“ segir Tyrfingur að lokum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Leikhús Menning Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira