Lífið

Óhugsandi að flytja frá börnunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halla fann sér góða vinnu í Frakkalandi og ákvað að búa þar áfram. 
Halla fann sér góða vinnu í Frakkalandi og ákvað að búa þar áfram. 

Halla Margrét Jóhannesdóttir er 38 ára umsjónarmaður á friðlýstu svæði í Ardeche héraði í Frakklandi. Hún býr þar ásamt börnunum sínum tveimur Eyjulín sem er 8 ára og Ámunda Loup sem er 6 ára.

Lóa Pind Aldísardóttir fylgdist með lífi fjölskyldunnar í þættinum Hvar er best að búa á Stöð 2 í gærkvöldi.

Halla gekk í gegnum skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn og segir ástæðuna fyrir því að hún ákvað að búa áfram í Frakklandi sú að það hefði verið of flókið að vera með foreldrana í sitthvoru landinu.

Hún segir að það hafi verið óhugsandi að flytja frá börnunum og til Íslands þegar þau hjónin tóku ákvörðun um að skilja. Faðir barnanna sé frábær faðir og vildi Halda að börnin væru hjá báðum foreldrum. Hún tók þá ákvörðun árið 2019 að vera áfram í Frakklandi.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Óhugsandi að flytja frá börnunum

Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×