Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Elísabet Hanna skrifar 30. mars 2022 18:19 Bruce Willis kveður leiklistina eftir glæstan feril. Getty/ Jim Spellman Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54
Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30