Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 23:42 Kinnhesturinn sem Smith veitti Rock á sviðinu hefur vakið heimsathygli. Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. Í færslu sem Smith birti á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu segir hann að ofbeldi sé „eitrað og eyðileggjandi, í öllum sínum birtingarmyndum.“ „Hegðun mín á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi var óásættanleg og óafsakanleg. Brandarar á minn kostnað eru hluti starfsins, en brandari um sjúkdóm Jada var of mikið fyrir mig og ég brást við af tilfinningasemi,“ segir Smith. Í færslunni biður hann Rock opinberlega afsökunar og segist hafa breytt rangt. Hann skammist sín fyrir gjörðir sínar, sem endurspegli ekki hvaða mann hann hafi að geyma. Þá sé ekkert pláss fyrir ofbeldi í heimi „ástar og kærleiks,“ eins og hann orðar það. „Ég vil líka biðja kvikmyndaakademíuna afsökunar, framleiðendur þáttarins, alla gesti og alla þá sem horfðu um víða veröld,“ skrifar hann. Eins biður hann Williams-fjölskylduna afsökunar, sem og þá sem komu að gerð myndarinnar King Richard, sem hann vann Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki, en myndin fjallar um samband tennissystranna Venus og Serenu við föður sinn, Richard. „Mér þykir leitt að hegðun mín hafi varpað skugga á annars hamingjuríkt ferðalag okkar. Ég er enn óklárað verk. Innilega, Will.“ Akademían óánægð Margir meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar eru sagðir æfir vegna uppákomunnar. Rolling Stone hefur rætt við nokkra meðlimi akademíunnar, sem fengust til að koma í viðtal vegna málsins gegn því að vera veitt nafnleynd. Einn þeirra segir að Smith hefði auðveldlega getað brugðist við brandaranum úr sæti sínu. „Þess í stað ákvað hann að labba einhver tuttugu skref og slá Rock.“ Fleiri sem Rolling Stone ræddi við segja að brandarinn örlagaríki hafi ekki verið hluti af æfingu fyrir hátíðina, sem hafði farið fram nokkrum dögum áður. Smith veitti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum viðtöku í nótt, fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard.Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Atvikið skyggði á hátíðina Rolling Stone hefur það þá eftir heimildum að höggið sem Smith veitti Rock hefði skyggt á það sem eftir lifði verðlaunaafhendingar, sérstaklega á verðlaunin fyrir bestu heimildamynd, sem Rock veitti myndinni Questlove, skömmu eftir að Smith fór upp á sviðið og sló hann. Þannig hafi margir gestir ekkert fylgst með ræðu aðstandenda myndarinnar, heldur verið uppteknir við að horfa á myndband af högginu í snjallsímum sínum. Afleiðingarnar muni koma í ljós Hvorki Smith né Rock létu sjá sig á Governors-dansleiknum, sem er eins konar eftirpartý sem haldið er beint eftir verðlaunaafhendinguna, og sigurvegarar kvöldsins eru þar oftar en ekki hrókar alls fagnaðar. Líkt og áður sagði vann Smith sín fyrstu Óskarsverðlaun á hátíðinni, fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard. Smith mætti hins vegar í Vanity Fair-veisluna síðar um nóttina, og er sagður hafa hagað sér eins og ekkert hafi í skorist. Rolling Stone hefur hins vegar eftir Howard Bragman, fjölmiðlafulltrúa sem sérhæfir sig í krísustjórnun (e. crisis publicist) að Smith muni líklega finna fyrir einhverjum afleiðingum vegna málsins, sem hafi vakið upp spurningar um dómgreind hans. „Hann verður krufinn eins og froskur í náttúrufræðitíma á næstu dögum og vikum. Líkt og áður hefur verið greint frá er kvikmyndaakademían nú með málið til rannsóknar, en meðal þess sem er til skoðunar er að svipta Smith Óskarsverðlaununum sem hann hlaut. Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Í færslu sem Smith birti á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu segir hann að ofbeldi sé „eitrað og eyðileggjandi, í öllum sínum birtingarmyndum.“ „Hegðun mín á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi var óásættanleg og óafsakanleg. Brandarar á minn kostnað eru hluti starfsins, en brandari um sjúkdóm Jada var of mikið fyrir mig og ég brást við af tilfinningasemi,“ segir Smith. Í færslunni biður hann Rock opinberlega afsökunar og segist hafa breytt rangt. Hann skammist sín fyrir gjörðir sínar, sem endurspegli ekki hvaða mann hann hafi að geyma. Þá sé ekkert pláss fyrir ofbeldi í heimi „ástar og kærleiks,“ eins og hann orðar það. „Ég vil líka biðja kvikmyndaakademíuna afsökunar, framleiðendur þáttarins, alla gesti og alla þá sem horfðu um víða veröld,“ skrifar hann. Eins biður hann Williams-fjölskylduna afsökunar, sem og þá sem komu að gerð myndarinnar King Richard, sem hann vann Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki, en myndin fjallar um samband tennissystranna Venus og Serenu við föður sinn, Richard. „Mér þykir leitt að hegðun mín hafi varpað skugga á annars hamingjuríkt ferðalag okkar. Ég er enn óklárað verk. Innilega, Will.“ Akademían óánægð Margir meðlimir bandarísku kvikmyndaakademíunnar eru sagðir æfir vegna uppákomunnar. Rolling Stone hefur rætt við nokkra meðlimi akademíunnar, sem fengust til að koma í viðtal vegna málsins gegn því að vera veitt nafnleynd. Einn þeirra segir að Smith hefði auðveldlega getað brugðist við brandaranum úr sæti sínu. „Þess í stað ákvað hann að labba einhver tuttugu skref og slá Rock.“ Fleiri sem Rolling Stone ræddi við segja að brandarinn örlagaríki hafi ekki verið hluti af æfingu fyrir hátíðina, sem hafði farið fram nokkrum dögum áður. Smith veitti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum viðtöku í nótt, fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard.Myung Chun/Los Angeles Times via Getty Atvikið skyggði á hátíðina Rolling Stone hefur það þá eftir heimildum að höggið sem Smith veitti Rock hefði skyggt á það sem eftir lifði verðlaunaafhendingar, sérstaklega á verðlaunin fyrir bestu heimildamynd, sem Rock veitti myndinni Questlove, skömmu eftir að Smith fór upp á sviðið og sló hann. Þannig hafi margir gestir ekkert fylgst með ræðu aðstandenda myndarinnar, heldur verið uppteknir við að horfa á myndband af högginu í snjallsímum sínum. Afleiðingarnar muni koma í ljós Hvorki Smith né Rock létu sjá sig á Governors-dansleiknum, sem er eins konar eftirpartý sem haldið er beint eftir verðlaunaafhendinguna, og sigurvegarar kvöldsins eru þar oftar en ekki hrókar alls fagnaðar. Líkt og áður sagði vann Smith sín fyrstu Óskarsverðlaun á hátíðinni, fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard. Smith mætti hins vegar í Vanity Fair-veisluna síðar um nóttina, og er sagður hafa hagað sér eins og ekkert hafi í skorist. Rolling Stone hefur hins vegar eftir Howard Bragman, fjölmiðlafulltrúa sem sérhæfir sig í krísustjórnun (e. crisis publicist) að Smith muni líklega finna fyrir einhverjum afleiðingum vegna málsins, sem hafi vakið upp spurningar um dómgreind hans. „Hann verður krufinn eins og froskur í náttúrufræðitíma á næstu dögum og vikum. Líkt og áður hefur verið greint frá er kvikmyndaakademían nú með málið til rannsóknar, en meðal þess sem er til skoðunar er að svipta Smith Óskarsverðlaununum sem hann hlaut.
Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42