Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 08:02 Frá Siglufirði. Sveitarfélagið Fjallabyggð byggði málflutning sinn meðal annras á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira