Innlent

Mið­flokkurinn hættir við fé­laga­próf­kjör í Reykja­vík

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir núverandi borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í borgarstjórn þetta árið.
Vigdís Hauksdóttir núverandi borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í borgarstjórn þetta árið. Miðflokkurinn

Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi.

Fyrir liggur að engir tveir sækist eftir sama sætinu og því var ákveðið að aflýsa prófkjörinu. Í tilkynningu frá flokknum segir að frambjóðendur sem enn hafi verið í kjöri vilji vinna saman og enginn ágreiningur sé um röðun á lista flokksins. Hann verður birtur í heild sinni þegar uppstillingarnefnd hefur lokið vinnu sinni.

Eftirfarandi skipa þrjú efstu sætin:

1. Ómar Már Jónsson

2. Jósteinn Þorgrímsson

3. Sólveig Daníelsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×