Innlent

Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vegna mikillar ótíðar hefur verið mikið álag á Vegagerðinni. 
Vegna mikillar ótíðar hefur verið mikið álag á Vegagerðinni.  Vísir

Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 

Gríðarlegur fjöldi símtala hefur borist Vegagerðinni þetta árið.Vegagerðin

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að landsmenn sæki sér sérstaklega upplýsingar í símann 1777 þegar veður hefur verið slæmt eins og undanfarnar vikur. Mörg símtöl hafi borist símverinu allt þetta ár, en þó lang mest í febrúar. Í janúar hafi 7.300 símtöl borist, sem sé þó meira en í venjulegu árferði. 

Nú í mars, sem er rétt rúmlega hálfnaður, hafi þegar borist 4.229 símtöl. Fram kemur að á uppteknasta deginum í febrúar, 28. febrúar, hafi 1.649 hringt inn til Vegagerðarinnar og einn starfsmaður hafi svarað alls 375 símtölum þann dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×