Lífið

Elín Ey og Íris Tanja nýtt par

Elísabet Hanna skrifar
Íris Tanja hefur verið að gera góða hluti í leiklistinni og var meðal annars í Kötlu og Ófærð. Elín Ey er í tónlistinni og sigraði Söngvakeppnina um helgina.
Íris Tanja hefur verið að gera góða hluti í leiklistinni og var meðal annars í Kötlu og Ófærð. Elín Ey er í tónlistinni og sigraði Söngvakeppnina um helgina. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn.

„ Ég er bara rosalega stolt af henni og þeim öllum,“

segir Íris Tanja í samtali við Lífið á Vísi um keppnina sem lauk um helgina. Þar var Elín valin ásamt systkinum sínum sem Eurovision framlag Íslands með lagið Með hækkandi sól

Sjálf er Íris Tanja að gera góða hluti í leiklistinni og var meðal annars í Ófærð og Kötlu. Í dag er hún í leikritinu Blóðuga kanínan. Hún á tvö börn úr fyrra sambandi. Aðspurð hvort að hún fari með út til Tórínó segir hún óljóst hvernig ferðaplönin komi til með að vera. Draumurinn væri að fara með en hún mun alltaf fylgjast vel með keppninni sama hvar hún verður í heiminum.


Tengdar fréttir

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið

Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Gátu loksins lesið saman eftir átján mánaða bið

Verkið Blóðuga kanínan verður frumsýnt 27. janúar næstkomandi en leikhópurinn er aðeins nýbyrjaður að hittast. Miðasala er nú þegar hafin og verður sýningin sett upp í Tjarnarbíói. 

Engin bilun á sím­kerfum sem hafði á­hrif á úr­slitin

Úr­­slit Söngva­­keppni sjón­­varpsins í gær­­kvöldi komu mörgum á ó­­vart en þær Ey­þórs­­dætur lögðu Reykja­víkur­­dætur að velli í loka­ein­vígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að at­­kvæði hafi ekki skilað sér til Reykja­víkur­­dætra en for­svars­­menn keppninnar vísa því á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×