Lífið

Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar.
Gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar. Vísir/Rakel

Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi.

Það var mikið fjör á forsýningu myndarinnar í gær þar sem leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar fögnuðu saman. 

Vísir/Rakel

Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson leikstýrðu myndinni en Þorkell S. Harðarson skrifaði handritið ásamt Erni Marínó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Halldór Gylfason og Gunnar Helgason en einvala lið leikara tók þátt í þessari nýju gamanmynd. 

Vísir/Rakel

„Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi klikka. Vegurinn til Helvítis er eins og áður varðaður góðum ásetningi og er þessi túr ekki undanskilin því,“ segir um söguþráð nýju myndarinnar.

Vísir/Rakel

Fleiri myndir frá frumsýningunni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. 

Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel
Vísir/Rakel

Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr Allra síðustu veiðiferðinni

Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýnum hér fyrsta sýnishornið úr myndinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×