Lífið

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Elísabet Hanna skrifar
Steven Spielberg er ekki sammála því að gera upp á milli flokka á Óskarnum.
Steven Spielberg er ekki sammála því að gera upp á milli flokka á Óskarnum. Getty/ Momodu Mansaray

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

„Ég hef mikla skoðun á því að þetta er kannski mesti samvinnuflötur í heiminum. Við öll sem búum til myndir saman, við verðum fjölskylda þar sem hver deild er jafn ómissandi og sú næsta,“

segir Steven um ákvörðun nefndarinnar að veita átta verðlaun áður en útsendingin fer í gang. Steven er sjálfur tilnefndur í ár fyrir leikstjórn sína á myndinni West Side Story. Akademían reyndi upphaflega að gera þessa breytingu árið 2018 en ákvörðunin uppskar mikla óánægju og var því dregin til baka þar til nú.

Sjálfur er hann tilnefndur fyrir leikstjórn sína í West Side Story.

Óskarsverðlaunin fara fram þann 27. mars og verða þær Wanda Sykes, Amy Schumer og Regina Hall kynnar. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×