Bíó og sjónvarp

Tilnefningar til Óskarsins hafa verið kynntar en Dýrið komst ekki áfram

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir skrifa
Hver hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár?
Hver hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár? Getty/Andrew H. Walker

Í dag verða tilnefningar til Óskarsins árið 2022 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Í ár eru það Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan sem afhjúpa hverjir eiga möguleika á því að vinna verðlaunin þetta árið.

Dýrið er okkar framlag til hátíðarinnar í ár og á eftir mun koma í ljós hvort myndin hlýtur tilnefningu í flokknum besta erlenda kvikmyndin. 

Verðlaunahátíðin verður haldin 27. mars í Dolby leikhúsinu í Los Angeles eins og undanfarin ár en þetta er í 94. skipti sem Óskarsverðlaunin eru afhent. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi.

Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan en viðburðurinn hefst klukkan 13:18 að íslenskum tíma. Í vaktinni hér neðar í fréttinni verður svo fjallað um það helsta sem fram kemur í útsendingunni. 

Uppfært: Tilnefningarnar hafa verið kynntar og má nálgast þær í vaktinni hér fyrir neðan.


Besta myndin

  • BELFAST
  • CODA
  • DON'T LOOK UP
  • DRIVE MY CAR
  • DUNE
  • KING RICHARD
  • LICORICE PIZZA
  • NIGHTMARE ALLEY
  • THE POWER OF THE DOG
  • WEST SIDE STORY

Leikari í aðalhlutverki

  • Javier Bardem fyrir BEING THE RICARDOS
  • Benedict Cumberbatch fyrir THE POWER OF THE DOG
  • Andrew Garfield fyrir TICK, TICK...BOOM!
  • Will Smith fyrir KING RICHARD
  • Denzel Washington fyrir THE TRAGEDY OF MACBETH

Leikari í aukahlutverki

  • Ciarán Hinds fyrir BELFAST
  • Troy Kotsur fyrir CODA
  • Jesse Plemons fyrir THE POWER OF THE DOG
  • J.K. Simmons fyrir BEING THE RICARDOS
  • Kodi Smit-McPhee fyrir THE POWER OF THE DOG

Leikkona í aðalhlutverki

  • Jessica Chastain fyrir THE EYES OF TAMMY FAYE
  • Olivia Colman fyrir THE LOST DAUGHTER
  • Penélope Cruz fyrir PARALLEL MOTHERS
  • Nicole Kidman fyrir BEING THE RICARDOS
  • Kristen Stewart fyrir SPENCER

Leikkona í aukahlutverki

  • Jessie Buckley fyrir THE LOST DAUGHTER
  • Ariana DeBose fyrir WEST SIDE STORY
  • Judi Dench fyrir BELFAST
  • Kirsten Dunst fyrir THE POWER OF THE DOG
  • Aunjanue Ellis fyrir KING RICHARD

Teiknimynd í fullri lengd

  • ENCANTO
  • FLEE
  • LUCA
  • THE MITCHELLS VS. THE MACHINES
  • RAYA AND THE LAST DRAGON

Kvikmyndataka

  • DUNE
  • NIGHTMARE ALLEY
  • THE POWER OF THE DOG
  • THE TRAGEDY OF MACBETH
  • WEST SIDE STORY

Búningar

  • CRUELLA
  • CYRANO
  • DUNE
  • NIGHTMARE ALLEY
  • WEST SIDE STORY

Leikstjórn

  • BELFAST - Kenneth Branagh
  • DRIVE MY CAR - Ryusuke Hamaguchi
  • LICORICE PIZZA - Paul Thomas Anderson
  • THE POWER OF THE DOG - Jane Campion
  • WEST SIDE STORY - Steven Spielberg

Heimildarmynd

  • ASCENSION
  • ATTICA
  • FLEE
  • SUMMER OF SOUL (...OR, WHEN THE REVOLUTION COULD NOT BE TELEVISED)
  • WRITING WITH FIRE

Stutt heimildarmynd

  • AUDIBLE
  • LEAD ME HOME
  • THE QUEEN OF BASKETBALL
  • THREE SONGS FOR BENAZIR
  • WHEN WE WERE BULLIES

Klipping

  • DON'T LOOK UP
  • DUNE
  • KING RICHARD
  • THE POWER OF THE DOG
  • TICK, TICK...BOOM!

Alþjóðleg mynd

  • DRIVE MY CAR - Japan
  • FLEE - Denmark
  • THE HAND OF GOD - Italy
  • LUNANA: A YAK IN THE CLASSROOM - Bhutan
  • THE WORST PERSON IN THE WORLD - Norway

Hár og förðun

  • COMING 2 AMERICA
  • CRUELLA
  • DUNE
  • THE EYES OF TAMMY FAYE
  • HOUSE OF GUCCI

Besta tónlist

  • DON'T LOOK UP - Nicholas Britell
  • DUNE - Hans Zimmer
  • ENCANTO - Germaine Franco
  • PARALLEL MOTHERS - Alberto Iglesias
  • THE POWER OF THE DOG - Jonny Greenwood

Besta lagið

  • "Be Alive" úr KING RICHARD
    • Lag og texti: DIXSON og Beyoncé Knowles-Carter

  • "Dos Oruguitas" from ENCANTO
    • Lag og texti: Lin-Manuel Miranda

  • "Down To Joy" from BELFAST
    • Lag og texti: Van Morrison

  • "No Time To Die" from NO TIME TO DIE
    • Lag og texti: Billie Eilish og Finneas O'Connell

  • "Somehow You Do" from FOUR GOOD DAYS
    • Lag og texti: Diane Warren

Leikmynd

  • DUNE
  • NIGHTMARE ALLEY
  • THE POWER OF THE DOG
  • THE TRAGEDY OF MACBETH
  • WEST SIDE STORY

Teiknuð stuttmynd

  • AFFAIRS OF THE ART
  • BESTIA
  • BOXBALLET
  • ROBIN ROBIN
  • THE WINDSHIELD WIPER

Stuttmynd

  • ALA KACHUU - TAKE AND RUN
  • THE DRESS
  • THE LONG GOODBYE
  • ON MY MIND
  • PLEASE HOLD
  • K.D. Dávila and Levin Menekse

Hljóð

  • BELFAST
  • DUNE
  • NO TIME TO DIE
  • THE POWER OF THE DOG
  • WEST SIDE STORY

Tæknibrellur

  • DUNE
  • FREE GUY
  • NO TIME TO DIE
  • SHANG-CHI AND THE LEGEND OF THE TEN RINGS
  • SPIDER-MAN: NO WAY HOME

Handrit byggt á áður útgefnu efni

  • CODA - Siân Heder
  • DRIVE MY CAR - Ryusuke Hamaguchi, Takamasa Oe
  • DUNE - Jon Spaihts and Denis Villeneuve and Eric Roth
  • THE LOST DAUGHTER - Maggie Gyllenhaal
  • THE POWER OF THE DOG - Jane Campion

Frumsamið handrit

  • BELFAST - Kenneth Branagh
  • DON'T LOOK UP - Adam McKay; Saga: Adam McKay & David Sirota
  • KING RICHARD - Zach Baylin
  • LICORICE PIZZA - Paul Thomas Anderson
  • THE WORST PERSON IN THE WORLD - Eskil Vogt, Joachim Trier

Tengdar fréttir

Dýrið í kosningu BAFTA

Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir.

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×