„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 22:14 Fríða Ísberg fékk Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta í dag, fyrir bókina Merkingu. Vísir/Egill „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45