Taron er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elton John í kvikmyndinni Rocketman en á laugardaginn var hann að frumsýna leikritið Cock þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum. Þegar sýningin var rúmlega hálfnuð leið yfir hann á sviðinu en læknir var staddur meðal áhorfenda sem hlúði að honum.
„Ég kynni að meta það ef þeir sem voru á leikritinu í gær myndu segja að ég hafi verið með svo mikla innlifun og rafmagnaða frammistöðu að líkaminn hafi ekki höndlað það og skráð sig út,“
segir leikarinn glettinn á samfélagsmiðli sínum. Sýningin fjallar um John sem er samkynhneigður en byrjar að efast um kynhneigð sína eftir að hann verður ástfanginn að konu. Sýningin náði að halda áfram eftir yfirliðið en hann mun koma tvíefldur til baka á næstu sýningu.