Tónlist

„Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Silla og Julius mynda hljómsveitina BSÍ, sem er tilnefnd til verðlauna sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.  
Silla og Julius mynda hljómsveitina BSÍ, sem er tilnefnd til verðlauna sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.   Ugla Hauksdóttir/Aðsend

Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Hver eruð þið í ykkar eigin orðum?

Við erum hljómsveitin BSÍ. Silla spilar á trommur og syngur og Julius spilar á bassa. Við kynntumst fyrir fimm eða sex árum, urðum bestu vinir og byrjuðum svo hljómsveitina með það að markmiði að spila á hljóðfæri sem við kunnum ekkert á.

Annars erum við stundum þunglynd en alltaf andfasísk og dönsum gjarnan léttklædd í snjónum, stoppum umferð og elskum tónleika.

Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist?

Hjá okkur báðum var það örugglega augnablikið þegar við uppgötvuðum Spice Girls. Algjört lykilatriðið á bernskuárum og mótandi fyrir tónlistar ástríðuna okkar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Allt! Að semja, að taka upp, að spila! Og allt það er sérstaklega gaman þegar man er svo heppin að gera það í hljómsveit sem bestu vinir.

Hvernig hafið þið sem hljómsveit þróast frá því þið komuð fyrst fram?

Við erum svolítið mikið í því að mótþróast, þannig að við eiginlega erum að þróast aftur á bak, að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar!

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins?

Bara mjög góð tilfinning!


Tengdar fréttir

Strand­­gestir í Vestur­bænum í stríði við einka­bílinn

Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins.

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.