„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. mars 2022 11:30 Strákarnir í hljómsveitinni Hylur eru bestu vinir. Aðsend Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum. Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta atriði sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við alla listamennina sem fengu þessa tilnefningu og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Hverjir eruð þið í ykkar eigin orðum? Við erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum. Við höfum haldið hópinn frá grunnskóla aldri og brallað margt saman. Það sem okkur finnst skemmtilegast að gera saman er að búa til tónlist og það er okkar leið til þess að rækta vinahópinn, stækka hann og fá fleiri með í fjörið. Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist? Ástríðan kviknaði snemma hjá okkur öllum, við vorum allir mikið í kringum tónlist þegar við vorum krakkar en það var á unglings árunum þar sem ástríðan varð að alvöru. View this post on Instagram A post shared by HYLUR (@hylur_official) Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Hjá okkur snýst þetta aðallega um að koma fólki saman í gleðskap og okkur finnst skemmtilegast að sjá framan í fólkið sem við spilum fyrir live og að búa til góða stemningu og minningar með crowdinu. Það er ekkert skemmtilegra! Hvernig hafið þið sem hljómsveit þróast frá því þið komuð fyrst fram? HYLUR er nýtt verkefni en við höfum komið fram með öðrum nöfnum í gegnum tíðina en alltaf haldið hópinn. Við höfum haft mikið svigrúm til þess að þróast og orðið skýrari í markmiðum og lært að koma fram af meira öryggi. View this post on Instagram A post shared by HYLUR (@hylur_official) Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins? Óvænt og skemmtileg! Við erum mega þakklátir og alveg í skýjunum. Annað sem þið viljið taka fram? Við viljum þakka fyrir allan stuðninginn, og fyrir þessar frábæru tilnefningar. Okkur þykir vænt um ykkur - sjáumst á næstu tónleikum! Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta atriði sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við alla listamennina sem fengu þessa tilnefningu og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Hverjir eruð þið í ykkar eigin orðum? Við erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum. Við höfum haldið hópinn frá grunnskóla aldri og brallað margt saman. Það sem okkur finnst skemmtilegast að gera saman er að búa til tónlist og það er okkar leið til þess að rækta vinahópinn, stækka hann og fá fleiri með í fjörið. Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist? Ástríðan kviknaði snemma hjá okkur öllum, við vorum allir mikið í kringum tónlist þegar við vorum krakkar en það var á unglings árunum þar sem ástríðan varð að alvöru. View this post on Instagram A post shared by HYLUR (@hylur_official) Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Hjá okkur snýst þetta aðallega um að koma fólki saman í gleðskap og okkur finnst skemmtilegast að sjá framan í fólkið sem við spilum fyrir live og að búa til góða stemningu og minningar með crowdinu. Það er ekkert skemmtilegra! Hvernig hafið þið sem hljómsveit þróast frá því þið komuð fyrst fram? HYLUR er nýtt verkefni en við höfum komið fram með öðrum nöfnum í gegnum tíðina en alltaf haldið hópinn. Við höfum haft mikið svigrúm til þess að þróast og orðið skýrari í markmiðum og lært að koma fram af meira öryggi. View this post on Instagram A post shared by HYLUR (@hylur_official) Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins? Óvænt og skemmtileg! Við erum mega þakklátir og alveg í skýjunum. Annað sem þið viljið taka fram? Við viljum þakka fyrir allan stuðninginn, og fyrir þessar frábæru tilnefningar. Okkur þykir vænt um ykkur - sjáumst á næstu tónleikum!
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“