Lífið

Bachelorinn Colton Underwood trúlofaður

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Colton Underwood og Jordan C. Brown eru trúlofaðir.
Colton Underwood og Jordan C. Brown eru trúlofaðir. Getty/Sarah Morris

Bachelorinn Colton Underwood er á leið upp að altarinu. Colton er trúlofaður kærasta sínum, Jordan C. Brown. Tímaritið People sagði fyrst frá trúlofuninni. 

NFL-leikmaðurinn Colton Underwood var kærasti Ólympíuverðlaunahafans og fimleikastjörnunnar Ali Raisman frá 2016 til 2017. Hann vakti svo mikla athygli eftir að hann keppti í The Bachelorette árið 2018 og talaði þar opinberlega um að vera hreinn sveinn. 

Hann keppti þar á eftir í Bachelor in Paradise og var svo valinn til að vera „Bachelorinn“ í þáttunum The Bachelor ári síðar. Colton valdi þar Cassie Randolph og endaði þáttaröðina með henni, en þau hættu saman árið 2020. Í september sama ár sótti hún um nálgunarbann gegn Colton vegna skilaboða og hegðunar hans. 

Colton hefur verið á mjög persónulegri vegferð síðustu ár, allt fyrir framan myndavélarnar. Hann segist þakklátur fyrir að byrja áriið 2022 með sínum besta vini, liðsfélaga og sálufélaga.Getty/Emma McIntyre/

Fann loksins ástina

14. apríl árið 2021 kom Colton út úr skápnum í þættinum Good Morning America. Hann gerði í kjölfarið Netflix þættina Coming out Colton. Í september á síðasta ári var hann svo myndaður í fríi á Hawai með Brown og hafa þeir verið óaðskiljanlegir síðan. 

Brown starfar fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum. Colton er fæddur árið 1992 og hélt upp á 29 ára afmælið sitt á dögunum en Brown er 38 ára. 

Colton birti fallega paramynd af þeim á Instagram í gær í tilefni trúlofuninnar og skrifaði við myndina, „Lífið á eftir að verða skemmtilegt með þér.“


Tengdar fréttir

Bachelor-stjarna fer fram á nálgunar­bann á fyrr­verandi kærastann

Cassie Randolph, sem tók þátt í 23. þáttaröð hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Bachelor, hefur nú sakað Colton Underwood, piparsvein þáttanna sem hún átti í sambandi við eftir að þáttunum lauk, um alvarlegt áreiti eftir að sambandi þeirra lauk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×