Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 14:14 Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í nóvember 2016, skömmu áður en henni var flogið til Íslands. Mynd/LeipzigHalle-flugvöllur. Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli: Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli:
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26