Hollywood Reporter segir Kellerman hafa andast í gær, en hún hafði glímt við heilabilun síðustu ár.
Kellerman vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni M*A*S*H frá árinu 1970 og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Í myndinni var fjallað um heilbrigðisstarfsmenn í bandaríska herliðinu í Suður-Kóreu á tímum Kóreustríðsins á sjötta áratugnum.
Á leikferli sínum lék hún einnig í myndum á borð við Brewster McCloud, Star Trek, Welcome to L.A., Back to School, The Player, Maron og Prêt-à-porter. Þá fór hún einnig með hlutverk í sápuóperunni The Young and the Restless, og hlaut hún einu sinni tilnefningu til Emmy-verðlauna fyrir hlutverkið.
Kellerman lætur eftir sig þrjú börn.