Lífið

Bökuð fyrir hjón sem voru í skiptinámi í Písa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Pétursdóttir stóð sig heilt yfir betur en Sigurður.
Kristín Pétursdóttir stóð sig heilt yfir betur en Sigurður.

Þau Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður, og Kristín Pétursdóttir, leikkona, voru gestir hjá Evu Laufey í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi.

Verkefnið var að baka brúðkaupstertu og reyndist það nokkuð flókið fyrir þau bæði, og þá sérstaklega Sigga Gunnars.

Mikilvæg hráefni einfaldlega gleymdust gjá útvarpsmanninum og varð brúðkaupsterta Kristínar skökk í meira lagi og kom í ljós að hún baka kökuna í raun fyrir íslensk hjón sem voru í skiptinámi í Písa á Ítalíu.

Hér að neðan má sjá atriðið úr síðasta þætti, þegar kökurnar litu dagsins ljós. 

Klippa: Bökuð fyrir hjón sem voru í skiptinámi í Písa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×