Sá besti í heimi hlýddi Vésteini og keppir á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 09:31 Daniel Ståhl og Simon Pettersson faðmast eftir að hafa unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum síðasta sumar. Getty/Valery Sharifulin Gull- og silfurverðlaunahafarnir í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrrasumar munu etja kappi við Guðna Val Guðnason á sérstöku afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands í maí. Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira