Sá besti í heimi hlýddi Vésteini og keppir á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 09:31 Daniel Ståhl og Simon Pettersson faðmast eftir að hafa unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum síðasta sumar. Getty/Valery Sharifulin Gull- og silfurverðlaunahafarnir í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrrasumar munu etja kappi við Guðna Val Guðnason á sérstöku afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands í maí. Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira
Um er að ræða Svíana Daniel Ståhl og Simon Petterson en mótið fer fram á Selfossi 28. maí. RÚV greindi frá þessu. Það er einmitt Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson sem á veg og vanda að því að hingað til lands komi þeir fremstu í heimi í sinni grein, en hann þjálfar Ståhl og Petterson sem og fleira frjálsíþróttafólk í heimsklassa. „Krakkarnir sem ég er að þjálfa eru alltaf að spyrja mig út í það hvort það sé ekki séns að fara til Íslands. Auðvitað hef ég verið í sambandi við FRÍ, og aðra aðila í gengum árin, um að það gæti orðið að veruleika,“ sagði Vésteinn við RÚV. „Vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því“ Það hafi svo verið upplagt tækifæri að koma til Íslands núna, með ólympíumeistara í hópnum, á 75 ára afmæli FRÍ. Ståhl og Petterson hafa hins vegar í nógu að snúast og eru skráðir á að minnsta kosti 30 mót á árinu, og á leið á bæði EM og HM í sumar, svo ekki var hlaupið að því að finna hentugan tíma til að koma til Íslands. Þeir hlýddu hins vegar Vésteini: „Ég lagði það upp þannig að þetta er greiði við mig. Það var sjálfsagt og þeir koma bara og vilja keppa á Íslandi og eru spenntir fyrir því. Þetta var eiginlega eina helgin sem var laus, þannig að það væri hægt að gera eitthvað. Það er bæði Evrópumót og heimsmeistaramót og ég sagði við þá að þið verðið að gera þetta fyrir mig. Og það var bara já og amen,“ sagði Vésteinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira