Sendi Valentínusarkveðju á ástina sína í kvöldfréttum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 20:15 Tveir rómantíkusar, alls ótengdir en eiga það sameiginlegt að ætla að gleðja maka sína í dag. vísir/arnar Elskendur hafa margir haldið Valentínusardaginn hátíðlegan í dag með blómum, böngsum og súkkulaðimolum. Við litum við í blómabúð þar sem rómantískt andrúmsloftið var nánast áþreifanlegt. Þar ræddum við við blómasala og tvo rómantíkusa, sem voru í leit að gjöfum fyrir maka sína í tilefni dagsins. „Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira