Sendi Valentínusarkveðju á ástina sína í kvöldfréttum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 20:15 Tveir rómantíkusar, alls ótengdir en eiga það sameiginlegt að ætla að gleðja maka sína í dag. vísir/arnar Elskendur hafa margir haldið Valentínusardaginn hátíðlegan í dag með blómum, böngsum og súkkulaðimolum. Við litum við í blómabúð þar sem rómantískt andrúmsloftið var nánast áþreifanlegt. Þar ræddum við við blómasala og tvo rómantíkusa, sem voru í leit að gjöfum fyrir maka sína í tilefni dagsins. „Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira