Innlent

Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Halldór segist frekar hafa verið til í að vakna við vekjaraklukkuna. 
Halldór segist frekar hafa verið til í að vakna við vekjaraklukkuna.  Vísir/Vilhelm

Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 

„Ef að þið viljið vakna fljótt og örugglega mæli ég með því að fá sérsveitina til að banka uppá hjá ykkur á sunnudagsmorgni,“ segir Halldór á Twitter síðu sinni. 

„Fátt sem vekur þig jafn fljótt og að sjá 6 sérsveitarmenn fara íbúðar villt.“

Í samtali við fréttastofu segir Halldór að það hafi verið óvænt að sjá fullbúna sérsveitarmenn standa fyrir utan hjá sér. 

Hann lýsir því að þeir hafi bankað ítrekað þar til hann fór að lokum til dyra en klukkan var þá í kringum níu.

„Þeir spurðu hvort ég væri ákveðinn maður og ég sagði bara nei, ég er Dóri. Svo spurðu þau hvort einhver með þessu nafni byggi þarna og ég sagði nei,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu.

„Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru,“ segir hann enn fremur.

Aðspurður um hvort hann telji að uppákoman tengist skotárásinni í miðbænum í nótt telur Halldór svo ekki vera. „En þetta var náttúrulega sérsveitin þannig ég veit ekki,“ segir Halldór.


Tengdar fréttir

Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu

Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×