Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 14:26 Drífa Snædal, segir að Alþýðusamband Íslands hafi frá upphafi faraldursins varað við því að fyrirtæki geti misnotað ríkisstyrki ef þeir væru skilyrðislausir. Tilgangurinn með styrkjunum hafi ekki verið að ríkissjóður myndi greiða eigendum fyrirtækja arð. Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32