Lífið

Sænski sjón­varps­maðurinn Ingvar Olds­berg fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Ingvar Oldsberg er ein af goðsögnum sænsks sjónvarps.
Ingvar Oldsberg er ein af goðsögnum sænsks sjónvarps. Wikipedia Commons

Ingvar Oldsberg, einn þekktasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, er látinn, 76 ára að aldri.

Fjölskylda Oldsberg staðfestir andlátið í samtali við sænska fjölmiðla og segir hann hafa andast fyrr í dag eftir stutt og alvarleg veikindi.

Oldsberg ólst upp fyrir utan Gautaborg og starfaði  sem íþróttafréttamaður og stýrði lengi þættinum Tipsextra á níunda og tíunda áratugnum í sænska sjónvarpinu þar sem áhugamenn um enska boltann fengu að sjá sinn vikulega leik.

Oldsberg stýrði á ferli sínum einnig fjölda spurninga- og skemmtiþátta sem sýndir voru á besta sýningartíma, meðal annars þættinum På spåret á árunum 1987 til 2009 og svo Bingólottó á árunum 2014 til 2017.

Hann hlaut heiðursverðlaun sjónvarpsverðlaunahátíðarinnar Kristalsins árið 2012.

Oldsberg lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×