Innlent

Veg­far­endur á Suður­landi beðnir um að leita skjóls

Árni Sæberg skrifar
Vegir um Hellisheiði og Þrengsli eru meðal þeirra sem lokað hefur verið.
Vegir um Hellisheiði og Þrengsli eru meðal þeirra sem lokað hefur verið. Vísir/Vilhelm

Flestar ökuleiðir á Suðurlandi eru lokaðar eða erfiðar yfirferðar. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að bíða í öruggu skjóli til hádegis.

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland þar sem er austan hvassviðri 15 til 20 metrar á sekúndu með snjókomu og skafrenningi. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands segir að skyggni sé lélegt og að samgöngutruflanir séu líklegar.

Nú klukkan tíu tilkynnti Vegagerðin að flestar ökuleiðis á svæðinu væru lokaðar.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að búið sé að loka vegum í nágrenni Selfoss. Búið sé að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa fest í snjó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×