Lífið

„Það mátti enginn sjá mig ég var svo feimin“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigga Beinteins eldaði með Dóru Júlíu í þetta reddast á Stöð 2 í gær.
Sigga Beinteins eldaði með Dóru Júlíu í þetta reddast á Stöð 2 í gær. Þetta reddast

Sigga Beinteins söng sig fyrir löngu inn í hjörtu þjóðarinnar, en hefur aldrei unnið neinn á sitt band með eldamennskunni sinni. 

Sigga Beinteins var gestur Dóru Júlíu í þættinum Þetta reddast sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Hún sagði meðal annars frá fyrstu árunum í tónlist og hvernig það kom til að hún byrjaði svo fátt eitt sé nefnt. 

Sem lítið barn var Sigga byrjuð að syngja upp á stól fyrir sína nánustu en það fékk ekki hver sem er að hlusta á hana.

„Systir mín var að segja mér um daginn að hún hefði séð mig bak við hús, það mátti enginn sjá mig ég var svo feimin, þá stóð ég uppi á kassa með sippuband.“

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem Sigga segir frá vinkonunni sem ýtti henni af stað út í tónlistina. 

„Ef hún hefði ekki gert það og hefði ekki ýtt á mig, þá hefði ég örugglega ekki farið út í þetta.“

Hún segir einnig frá því hvernig hún endaði á að syngja með Björgvini Halldórssyni. 

Klippa: Góð vinkona ýtti Siggu Beinteins af stað í sönginn

Tengdar fréttir

Palli var ekki til í glimmer­brettið

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Þorláksmessu á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×