Tónlist

Fyrsta platan, síðasta naslið

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Final Snack gefa út sína fyrstu plötu í dag.
Final Snack gefa út sína fyrstu plötu í dag. aðsend

Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd.

Sveitin var stofnuð í aprílmánuði í fyrra og platan var tekin upp í júní í tónleikarýminu R6013. Þau stefna svo á útgáfutónleika snemma á árinu, um leið og færi gefst.

Þau Atli Finnsson, Fríða Björg Pétursdóttir, Hrafnhildur Einars Maríudóttir, Karólína Þúfa Einars Maríudóttir og Stirnir Kjartansson skipa sveitina. Þau eru öll í kringum tvítugt en eftir þau standa þrátt fyrir það þó nokkur fjöldi útgáfa, sem má flestar nálgast á bandcamp síðu post-dreifingar.

Tónlistin er uppfull af ungæði, óhljóðum og tilraunamennsku og hafa gárungi eða tveir talað um að tónleikar sveitarinnar séu upplifun sem ætti að gefa sérstakan gaum.

Ofar í greininni má nálgast plötuna á Bandcamp, en hún er einnig aðgengileg á Spotify.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.