Innlent

Niðurgangsvaldandi sníkjudýr greindist í íslenskum ketti í fyrsta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Sníkjudýrið er ekki talið geta dreifst úr köttum í önnur dýr. Þá er vert að taka fram að þessi tiltekni köttur tengist fréttinni ekki beint.
Sníkjudýrið er ekki talið geta dreifst úr köttum í önnur dýr. Þá er vert að taka fram að þessi tiltekni köttur tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Sníkjudýr sem getur valdið krónískum niðurgangi í köttum greindist nýverið í fyrsta sinn í ketti á Íslandi. Ekki er talið að sníkjudýrið geti valdið sýkingum í öðrum dýrum en köttum og er það almennt ekki talið hættulegt fólki.

Sníkjudýr þetta kallast Tritrichomonas foetus en það greindist í saursýni úr ketti með krónískan niðurgang sem var sent á rannsóknarstofuna Finn Pathologist í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.

Samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að stofnuninni hafi ekki borist áður tilkynning um þetta sníkjudýr hér á landi. Annað afbrigði þessa sama sníkjudýrs valdi fósturláti í kúm snemma á meðgöngu en það afbrigði hafi heldur aldrei greinst á Íslandi.

Þá er talið að sníkjudýrið í köttum geti ekki borist í nautgripi.

Eitt afbrigði þessa sníkjudýrs til viðbótar kallast Tritrichomonas suis og finnst í svínum. Það hefur heldur aldrei greinst hér á landi en hefur greinst í fólki erlendis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.