Lífið

Sofia Vergara nær óþekkjanleg í nýju hlutverki

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sofia Vergara færir sig úr gamanþáttum yfir í drama og glæpi.
Sofia Vergara færir sig úr gamanþáttum yfir í drama og glæpi. Getty/Steve Granitz

Leikkonan Sofia Vergara fer með hlutverk eiturlyfjabarónessunnar Griselda Blanco í nýjum Netflix þáttum. Griselda var oft kölluð guðmóðir kókaínsins.

Þættirnir heita einfaldlega Griselda og fjalla um þann tíma sem hún stjórnaði allri kókaínumferð Medellin í Miami í meira en tvo áratugi. 

Sofia og Griselda eru vissulega báðar frá Kólumbíu en eru ekki líkar í útliti. Þarf förðunarteymi Netflix að beita ýmsum göldrum til þess að breyta útliti Sofiu fyrir þættina. 

Margir fagna því að leikkona frá Kólumbíu hafi fengið hlutverkið. Einhver gekk svo langt að segja að þær gætu veriið tvíburar.  Annar svaraði þá að væru jafn líkar og leikararnir Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito voru sem tvíburarnir í myndinni Twins.

Skjáskot af vef Entertainment Weekly.

Aðdáendur leikkonunnar eru margir spenntir að sjá hana tækla aðeins alvarlegra hlutverk en í Modern Family. Netflix hefur ekki gefið út hvenær þættirnir verða aðgengilegir áskrifendum.


Tengdar fréttir

Sofia Vergara opnar sig um bar­áttu við krabba­mein

Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.