Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 06:42 Selenskí og eigikona hans Olena tóku þátt í minningarathöfn um helgina um hungursneyðina í Sovét-Úkraínu, þar sem milljónir létu lífið. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira