Erlent

Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jón Ólafsson, hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hann er prófessor við Háskóla Íslands. 
Jón Ólafsson, hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hann er prófessor við Háskóla Íslands.  vísir/arnar

Prófessor í stjórn­mála­heim­speki segir af­leiðingar af mögu­legri inn­rás Rússa í Úkraínu geta verið graf­alvar­legar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út.

Rússar fóru að færa meira her­lið að landa­mærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum.

Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sí­fellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir inn­rás í landið.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref.

Jón Ólafs­son, stjórn­mála­heim­speki­prófessor við Há­skóla Ís­lands sem hefur sér­hæft sig í mál­efnum Rúss­lands, telur ó­lík­legt að Banda­ríkja­for­seti hafi endi­lega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á al­var­leika stöðunnar fyrir al­þjóða­sam­fé­laginu.

Gígantískt skref að ráðast inn í landið

Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu til­búnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu.

„Það að fara inn í Úkraínu með her­lið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón.

Þeir hafi til dæmis aldrei viður­kennt að hafa ráðist á Úkraínu­menn og þegar þeir tóku Krím­skaga 2014 var sú að­gerð máluð upp sem björgunar­að­gerð fyrir fólkið þar.

Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak

Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ó­mögu­legt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið.

„Nú spá því flestir að í raun myndu Vestur­lönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo al­var­legt mál, þetta er svo stór breyting á þessu við­kvæma sam­komu­lagi um landa­mæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að af­leiðingarnar eru bara ó­fyrir­sjáan­legar,“ segir Jón.

Er þá ekki hætta á því að heims­styrj­öld brjótist jafn­vel út?

„Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×