Skoðar frekari tilslakanir á sóttkví og einangrun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:01 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tvíbólusett börn munu mögulega sleppa við að fara í sóttkví en í skoðun er að breyta reglunum. Sóttvarnalæknir segir frekari tilslakanir á reglum um einangrun og sóttkví í vinnslu. Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19 en voru 33 í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallaði í gær eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Í gildi er tíu manna samkomubann næstu tvær vikurnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn ekki vera farinn að útbúa nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Ekki eins og staðan er núna hjá mér. Mér fyndist það óráðlegt. Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Í gær var reglunum breytt þannig að fólk í einangrun getur farið í göngutúr og þeir sem fara í smitgát þurfa ekki að mæta í PCR próf nema þeir fái einkenni. Þórólfur segir í skoðun að slaka frekar reglurnar um einangrun, sóttkví og smitgát svo og sýnatökuna. Á meðal þess sem er til skoðunar er að tvíbólusett börn sleppi við sóttkví eins og þríbólusett fullorðið fólk. Reglurnar nú gera ráð fyrir að þeir sem eru þríbólusettir fari ekki í sóttkví heldur smitgát. Börnum á aldrinum 5-11 ára hafa mörg hver fengið fyrri bólusetningu og verður boðin sú seinni að sögn Þórólfs þremur til fjórum vikum eftir þá fyrri. „Það er eitt af því sem er í skoðun og tvíbólusett börn þá frá 12 ára til 16 ára til dæmis. Við erum bara að horfa á þetta með það fyrir augum að taka eins litla áhættu og láta þá njóta þess sem eru betur varðir en aðrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Stytta biðtímann eftir örvunarsprautu niður í fjóra mánuði Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. 18. janúar 2022 13:28 Börn upp undir helmingur smitaðra Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 18. janúar 2022 11:54 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19 en voru 33 í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallaði í gær eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Í gildi er tíu manna samkomubann næstu tvær vikurnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn ekki vera farinn að útbúa nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Ekki eins og staðan er núna hjá mér. Mér fyndist það óráðlegt. Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Í gær var reglunum breytt þannig að fólk í einangrun getur farið í göngutúr og þeir sem fara í smitgát þurfa ekki að mæta í PCR próf nema þeir fái einkenni. Þórólfur segir í skoðun að slaka frekar reglurnar um einangrun, sóttkví og smitgát svo og sýnatökuna. Á meðal þess sem er til skoðunar er að tvíbólusett börn sleppi við sóttkví eins og þríbólusett fullorðið fólk. Reglurnar nú gera ráð fyrir að þeir sem eru þríbólusettir fari ekki í sóttkví heldur smitgát. Börnum á aldrinum 5-11 ára hafa mörg hver fengið fyrri bólusetningu og verður boðin sú seinni að sögn Þórólfs þremur til fjórum vikum eftir þá fyrri. „Það er eitt af því sem er í skoðun og tvíbólusett börn þá frá 12 ára til 16 ára til dæmis. Við erum bara að horfa á þetta með það fyrir augum að taka eins litla áhættu og láta þá njóta þess sem eru betur varðir en aðrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Stytta biðtímann eftir örvunarsprautu niður í fjóra mánuði Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. 18. janúar 2022 13:28 Börn upp undir helmingur smitaðra Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 18. janúar 2022 11:54 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41
Stytta biðtímann eftir örvunarsprautu niður í fjóra mánuði Ákveðið hefur verið að stytta tímann á milli annars bólusetningarskammts og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum og niður í fjóra mánuði. 18. janúar 2022 13:28
Börn upp undir helmingur smitaðra Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 18. janúar 2022 11:54