Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 19. janúar 2022 07:01 Logi Thorvaldsson. Aðsend Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Langaði þig alltaf til þess að taka stökkið?Mig hefur lengi langað að flytja til New York en vegna VISA erfiðleika læt ég London duga.. í bili. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Frekar mikið. „Ég flúði til Íslands á meðan faraldurinn var sem verstur, enda voru lífsgæði á Íslandi mjög góð allt árið 2020 miðað við mörg önnur lönd.“ Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja. Ég tók fyrstu íbúðina sem mér bauðst og var svo heppin að ég bjó þar í tvö ár, almennt er leigumarkaðurinn í London glataður. Það er langbest að koma sér út og finna sér íbúð þegar þú ert kominn, þótt það þýði að fá sér Airbnb fyrsta mánuðinn á meðan þú leitar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að taka stökkið?Það er mun auðveldara en maður heldur, vera með opinn huga, ekki bera allt sama við Ísland og reyna að eignast sem flesta vini. Ég flutti til Englands áður en Brexit skeði svo ferlið að fá bankareikning og National Insurance (svipað og kennitala fyrir skattinn) var mjög auðvelt, ég þekki ekki reglurnar í dag nógu vel en hef heyrt að það sé hausverkur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég vinn í kvikmyndaframleiðslu, hafði unnið við það lengi á Íslandi og myndaði þannig tengsl út í heim. „Ég fékk loks tilboð um að flytja til London og fljótlega eftir að ég flutti út byrjaði ég einnig að ferðast mikið fyrir vinnu. Til dæmis er ég í augnablikinu staddur í Rúmeníu og verð hér næstu mánuðina í verkefni.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Dóru Júlíu. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvernig er veðrið? Frekar gott miðaða við! Hafa verið mjög hlý sumur og lítið af rigningu, áhrif hlýnun jarðar skín í gegn. Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég keyri til að komast í vinnu þar sem stúdíóin eru leiðinlega staðsett fyrir almennan ferðamáta og tökustaðir oft staðsettir víða um England. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég að labba sem mest, eða neðanjarðarlestirnar, alveg glatað að vera á bíl í London umferðinni. Kemurðu oft til Íslands? Allavegana tvisvar á ári, finnst gott að koma í frí yfir sumar og aftur um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Bæði og, mun auðveldara að eyða miklu hér ef maður dettur í þá gryfju (sem ég dett oft í) en borgin býður upp á miklu fjölbreyttari möguleika á sparnaði heldur en Ísland. Gott dæmi um það er kostnaðurinn við eina margarita pizzu á Íslandi miðað við í London. Hann er margfaldur, hálfskömmustulegt hvað fáir staðir á Íslandi bjóða upp á hagstæð kaup fyrir þá sem þurfa. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Já mjög mikið, ég elska að fá vini í heimsókn. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er til staður fyrir þá sem leitast eftir slíku. Ég veit að þau hafa verið með reglulega hittinga og hjálpast mikið að á Íslendingar í London Facebook síðunni. Áttu þér uppáhaldsstað? Uppáhaldsstaðurinn minn í London er London fields á sumrin! Liggur við hliðina á Broadway Market og uppáhaldsveitingastaðnum Marestreet market! Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Ég er með glataðan matarsmekk en Pizzan á Marestreet market er uppáhalds. Fyrir fine dining mæli ég með Hutong á 33 hæð í The Shard. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Fastur liður á sunnudögum að fara á Colombia Road blómamarkaðinn, hann er í miklu uppáhaldi. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Byrja flest alla daga á að fá mér kaffi á sama kaffihúsinu. „Ég er í kaffiáskrift og fer á sama kaffihúsið á hverjum degi, oftast nokkrum sinnum á dag, að fá mér hafra íslatte eins og skvísa.“ Annars eru dagarnir mjög misjafnir eftir verkefnum, þegar ég er í fríi reyni ég að hitta sem flesta vini og fara á markaðina, ég er búsettur í austur London og eyði mestum tíma þar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er það besta við London? Fjölbreytileikinn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Nei, en ég hef gaman af heimsóknum eða stuttum vinnuferðum. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Langaði þig alltaf til þess að taka stökkið?Mig hefur lengi langað að flytja til New York en vegna VISA erfiðleika læt ég London duga.. í bili. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Frekar mikið. „Ég flúði til Íslands á meðan faraldurinn var sem verstur, enda voru lífsgæði á Íslandi mjög góð allt árið 2020 miðað við mörg önnur lönd.“ Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja. Ég tók fyrstu íbúðina sem mér bauðst og var svo heppin að ég bjó þar í tvö ár, almennt er leigumarkaðurinn í London glataður. Það er langbest að koma sér út og finna sér íbúð þegar þú ert kominn, þótt það þýði að fá sér Airbnb fyrsta mánuðinn á meðan þú leitar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að taka stökkið?Það er mun auðveldara en maður heldur, vera með opinn huga, ekki bera allt sama við Ísland og reyna að eignast sem flesta vini. Ég flutti til Englands áður en Brexit skeði svo ferlið að fá bankareikning og National Insurance (svipað og kennitala fyrir skattinn) var mjög auðvelt, ég þekki ekki reglurnar í dag nógu vel en hef heyrt að það sé hausverkur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég vinn í kvikmyndaframleiðslu, hafði unnið við það lengi á Íslandi og myndaði þannig tengsl út í heim. „Ég fékk loks tilboð um að flytja til London og fljótlega eftir að ég flutti út byrjaði ég einnig að ferðast mikið fyrir vinnu. Til dæmis er ég í augnablikinu staddur í Rúmeníu og verð hér næstu mánuðina í verkefni.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Dóru Júlíu. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvernig er veðrið? Frekar gott miðaða við! Hafa verið mjög hlý sumur og lítið af rigningu, áhrif hlýnun jarðar skín í gegn. Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég keyri til að komast í vinnu þar sem stúdíóin eru leiðinlega staðsett fyrir almennan ferðamáta og tökustaðir oft staðsettir víða um England. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég að labba sem mest, eða neðanjarðarlestirnar, alveg glatað að vera á bíl í London umferðinni. Kemurðu oft til Íslands? Allavegana tvisvar á ári, finnst gott að koma í frí yfir sumar og aftur um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Bæði og, mun auðveldara að eyða miklu hér ef maður dettur í þá gryfju (sem ég dett oft í) en borgin býður upp á miklu fjölbreyttari möguleika á sparnaði heldur en Ísland. Gott dæmi um það er kostnaðurinn við eina margarita pizzu á Íslandi miðað við í London. Hann er margfaldur, hálfskömmustulegt hvað fáir staðir á Íslandi bjóða upp á hagstæð kaup fyrir þá sem þurfa. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Já mjög mikið, ég elska að fá vini í heimsókn. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er til staður fyrir þá sem leitast eftir slíku. Ég veit að þau hafa verið með reglulega hittinga og hjálpast mikið að á Íslendingar í London Facebook síðunni. Áttu þér uppáhaldsstað? Uppáhaldsstaðurinn minn í London er London fields á sumrin! Liggur við hliðina á Broadway Market og uppáhaldsveitingastaðnum Marestreet market! Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Ég er með glataðan matarsmekk en Pizzan á Marestreet market er uppáhalds. Fyrir fine dining mæli ég með Hutong á 33 hæð í The Shard. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Fastur liður á sunnudögum að fara á Colombia Road blómamarkaðinn, hann er í miklu uppáhaldi. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Byrja flest alla daga á að fá mér kaffi á sama kaffihúsinu. „Ég er í kaffiáskrift og fer á sama kaffihúsið á hverjum degi, oftast nokkrum sinnum á dag, að fá mér hafra íslatte eins og skvísa.“ Annars eru dagarnir mjög misjafnir eftir verkefnum, þegar ég er í fríi reyni ég að hitta sem flesta vini og fara á markaðina, ég er búsettur í austur London og eyði mestum tíma þar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er það besta við London? Fjölbreytileikinn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Nei, en ég hef gaman af heimsóknum eða stuttum vinnuferðum.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00