Innlent

Gular viðvaranir á morgun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fólk á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind ættu ekki að vera á ferð á svæðinu á morgun.
Fólk á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind ættu ekki að vera á ferð á svæðinu á morgun. veðurstofa íslands

Gular við­varanir hafa verið gefnar út á öllu Norður- og Norð­vestur­landi á morgun vegna storms og mikilla rigninga. Ó­veðrið byrjar fyrst í Breiða­firði og á Vest­fjörðum í kvöld.

Þar taka gular við­varanir gildi í kvöld, klukkan 22 og 23. Búist er við mikilli rigningu sem fylgir aukið af­rennsli og vatna­vextir í ám og lækjum. Sam­kvæmt Veður­stofunni eykur þetta hættu á flóðum og skriðu­föllum og getur valdið tjóni og raskað sam­göngum.

Í fyrra­málið taka síðan gildi gular við­varanir á Ströndum og á öllu Norður­landi. Þar verður hvass­viðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og er búist við mjög snörpum vind­hviðum við fjöll alveg fram eftir degi.

Vind­hviðurnar geta verið var­huga­verðar fyrir veg­far­endur með aftan­í­vagna eða á öku­tækjum sem taka á sig mikinn vind. Í­búar svæðisins eru hvattir til að ganga frá lausum munum fyrir morgun­daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.