Þar taka gular viðvaranir gildi í kvöld, klukkan 22 og 23. Búist er við mikilli rigningu sem fylgir aukið afrennsli og vatnavextir í ám og lækjum. Samkvæmt Veðurstofunni eykur þetta hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.
Í fyrramálið taka síðan gildi gular viðvaranir á Ströndum og á öllu Norðurlandi. Þar verður hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og er búist við mjög snörpum vindhviðum við fjöll alveg fram eftir degi.
Vindhviðurnar geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Íbúar svæðisins eru hvattir til að ganga frá lausum munum fyrir morgundaginn.