Fyrir leik Bills og Patriots voru liðin nokkuð jöfn en á meðan Buffalo hafði unnið 11 og tapað 6 höfðu Patriots unnið 10 og tapað 7.
BIG MAN TD.
— NFL (@NFL) January 16, 2022
It's a 47-point party in Buffalo. #BillsMafia #SuperWildCard
: #NEvsBUF on CBS
: NFL app pic.twitter.com/zaGWns8xd4
Leikurinn endaði hins vegar sem leikur kattarins að músinni. Staðan í hálfleik var 27-3 og þó sóknarleikur Patriots hafi skánað örlítið í síðari hálfleik unnu Bills leikinn einkar sannfærandi.
Josh Allen, leikstjórnandi Bills, kastaði fyrir fimm snertimörkum.
17. pic.twitter.com/IBUT6HoGZQ
— Buffalo Bills (@BuffaloBills) January 16, 2022
Leikur Bengals og Raiders var öllu jafnari en staðan í hálfleik var 10-13. Sóknarleikur beggja hikstaði í síðari hálfleik en á endanum tókst Bengals að landa sigri.
NFL veisla Stöð 2 Sport heldur áfram með þremur leikjum í beinni útsendingu í kvöld. Meistarar Tampa Bay Buccaneers taka á móti Philadelphia Eagles klukkan 18.00. Klukkan 21.30 er komið að leik Dallas Cowboys og San Francisco 49ers.
Að lokum er svo leikur Kansas City Chiefs of Pittsburgh Steelers klukkan 01.10 í nótt.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.