Innlent

Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri.

Hildur Björnsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúar ætla að viðra ólíkar skoðanir á framtíð Reykjavíkuborgar, nú eru fáir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga.

Hagfræðingarnir Þórólfur Matthíasson og Ásgeir Brynjar Torfason ætla að velta því upp hvort Covid19 sé að breyta hagkerfi heimsins og þá hvernig? Eru að verða varanlegar breytingar á flutningum, framleiðslu, neyslu og hagstjórn hugsanlega líka.

Síðasti gestur minn verður svo Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann ætlar að fjalla um andstöðu íbúanna í bænum við endurreisn kísilverksmiðju í Helguvík. Sú gamla hlýtur að teljast með þeim allra misheppnuðustu í síðari tíð - bæjarbúar hafa fengið nóg að sögn.

Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.