Lífið

Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sonur Sölku og Arnars var nefndur Frosti í dag.
Sonur Sölku og Arnars var nefndur Frosti í dag. Vísir

Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 

Frosti er annað barn þeirra hjóna en hann fæddist í byrjun janúarmánaðar. Fyrir eiga þau dótturina Unu Lóu sem fæddist árið 2019. 

Salka greinir frá nafngiftinni á Instagram þar sem hún segir að ömmur og afar hafi komið í kaffiboð en aðrir ættingjar og vinir fylgst með á Zoom. 

Salka Sól hefur tjáð sig á opinskáan hátt um ófrjósemisvandamál sem hún og Arnar Frer glímdu við í hlaðvarpinu Kviknar. Í viðtalinu, sem var tekið eftir að Una Lóa fæddist, sagði hún frá barneignarferlinu. 

„Við hljótum að hafa átt hana inni í karmanu sko af því að það var svo ótrúlega erfitt að fá hana inn, að verða ólétt og svo var svo ógeðslega erfitt að fæða hana líka og koma henni út. Þannig að við áttum eiginlega skilið að eignast svona draumadís,“ sagði Salka Sól þá um dóttur sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.